Gönguvika: Miðnæturganga á Miðvíkurfjall

Miðnæturganga á Miðvíkurfjall  

21. júní, sunnudagur
Brottför kl. 22
á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23
Safnast saman í bíla ef vill.
Fararstjórn: Hulda Jónsdóttir
Miðvíkurfjall (560 m hátt). Ekið er áleiðis upp í Víkurskarð og bílum lagt á lítið bílastæði sem þar er. Þaðan er gengið upp hlíðina meðfram læknum og stefnan tekin á hnjúkinn. Fallegt útsýni er yfir Eyjafjörðinn vestanverðan og út til hafsins. Ljúft að njóta fallegra síðkvölda á þessu fjalli.
Sama leið farin til baka.
Vegalengd alls um 4 km. Gönguhækkun er 320 m.
Þátttaka ókeypis

Skráning í ferð