Heimsókn í gíga Kröflugosa. Jarðfræði og hraunmyndanir

Heimsókn í gíga Kröflugosa. Jarðfræði og hraunmyndanir

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Þóroddur Þóroddsson.
Ekið að bílastæði við Víti. Gengið eftir bílslóð að Hreindýrahól og útsýnis notið af hólnum. Þaðan er gengið norður á Sandmúla og að Kröfluhrauni norðan hans og vestan og farið um gíga og hraunið frá 1980. Á bakaleið verður í fyrstu gengið með gossprungu frá 1981 og sem mest á helluhrauni. Vegalengd 20 km. Gönguhækkun 200-300 m.
Verð: 3.000/4.500. Innifalið: Fararstjórn.

Þeim sem hentar betur að mæta beint á upphafsstað göngunnar (bílastæði við Víti) er bent á að hafa samband við skrifstofu FFA varðandi greiðslu. Skrifstofan er opin virka daga kl. 14:00-17:00. Netfang: ffa@ffa.is / sími: 462 2720

skráning