Hraunsvatn -ganga og veiði (barna- og fjölskylduferð)

Hraunsvatn -ganga og veiði

Brottför kl. 13 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Herdís Zophoníasdóttir
Þátttaka ókeypis.
Ekið verður að bænum Hálsi í Öxnadal, þaðan er gengin stikuð leið að Hraunsvatni. Gangan að vatninu tekur rúman klukkutíma. Börn eru hvött til að hafa með sér veiðistangir og beitu (maðk, rækju, maískorn) til að renna fyrir fisk. Mögulegt er að ganga kringum vatnið fyrir þá sem vilja. Vegalengdin er 6 km. Gönguhækkun 270 m. Ferðin tekur u.þ.b. 4-5 klst.