Illugastaðir-Sörlastaðir: Skíðaganga -aflýst

Illugastaðir-Sörlastaðir: Skíðaganga

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ingvar Teitsson
Ekið að Fnjóskárbrú hjá Illugastöðum og gengið inn Fnjóskadal framhjá eyðibýlum að Sörlastöðum, en þangað er um 10 km ganga. Sama leið gengin til baka. Á leiðinni verða sagðar sögur af svæðinu og dáðst að stórfenglegu útsýninu í fremsta hluta Fnjóskadals.
Vegalengd alls 19-20 km. Gönguhækkun 90 m.
Verð: 3.000/4.500. Innifalið: Fararstjórn.

Áætlaður tími ferða er aðeins viðmið og fer eftir hópnum og aðstæðum hverju sinni.

Búnaðarlisti