Kambskarð

Kambskarð   


Brottför kl. 8 á einkabílum og rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ásdís Skúladóttir og Sigurbjörg Rún Jónsdóttir

Ekið að Árbakka (sunnan við Hrafnagil) í Eyjafirði þar sem gangan hefst. Gengið er fram Skjóldal norðan megin Skjóldalsár og síðan farið meðfram Kambsá upp í Kambskarð í 1000 m hæð. Áfram er haldið niður úr skarðinu í Þverárdal og síðan til norðurs út dalinn, niður með Þverá í Hörgárdal þar sem ferðin endar.
Leiðin er ómerkt og gróin, nokkuð um læki og ár og sumar þarf að vaða, hafa þarf með sér vaðskó og göngustafi.
Að sögn Jónasar Kristjánssonar var þessi leið oft farin á Sturlungaöld og hét þá Skjálgdalsheiði hjá nánar hér um það hér: http://www.jonas.is/page/318/

Vegalengd: 22 km. Gönguhækkun: 860 m.

Verð: 11.500 / 13.700 kr. Innifalið: Rúta og fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

Skráning í ferð

 

skráning í ferð

Búnaður

 

Erfiðar ferðir: Nokkuð langar dagleiðir, 6 - 8 klst. Gengið í fjalllendi og jafnvel lausum skriðum. Getur þurft að vaða erfiðar ár. Ef gist er þá er það oftast í húsum og þá þarf að bera svefnpoka.

ATH. Fararstjóri tekur fram ef annan búnað þarf

Nauðsynlegur búnaður er meðal annars:
Gönguskór sem henta utan slóða og veita góðan stuðning
Bakpoki (dagpoki) gott að hann sé með bakpokahlíf
Göngustafir ef vill
Sólgleraugu, sólarvörn og varasalvi, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
Höfuðljós ef búast má við að ganga í myrkri
Viðeigandi fatnaður, hlífðarföt, sokkar til skiptanna, húfa og vettlingar
Vaðskór ef gefið er upp að það þurfi að vaða
Sjúkragögn, hælsærisplástur, teygjubindi og verkjalyf og annað smálegt
Vatn/drykkir og nesti til dagsins (einnig göngunasl)
Hæfilegt magn af orkuríku nesti og drykkjum (eftir lengd, aðstæðum og fyrirkomulagi ferðar)
Alltaf gott að hafa í bakpokanum: Flugnanet, legghlífar, buff og léttir broddar, viðgerðasett (nál, tvinni, lítil skæri), klemmur
Kort, áttaviti, GPS tæki