Málmey; Saga, náttúra og menning -Uppselt

Málmey; Saga, náttúra og menning  Nýtt

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Herdís Zophoníasdóttir
Verð: 21.500/20.000. Innifalið: Fararstjórn, sigling og leiðsögn.
Ekið er til Hofsóss þaðan sem siglt er út í Málmey með Drangey Tours. Fjölbreytt fuglalíf er í eynni, merkileg saga og náttúra. Gengið um eyna í um tvo tíma í fylgd staðkunnugs leiðsögumanns. Farið verður í útsýnissiglingu að Þórðarhöfða þar sem er stórkostlegt stuðlaberg og Drangey er einnig í sjónmáli. Ferðin tekur 7-8 tíma. Þessa ferð þarf að greiða tveimur dögum fyrir brottför. ATH. Takmarkaður fjöldi, hámarksfjöldi í bátinn er 20 manns.