- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
- Umsagnir
Núvitund í náttúrunni
Verkefnið Núvitund í náttúrunni er nýtt hjá FFA og liður í að auka fjölbreytni í starfi félagsins. Í núvitund er athyglinni beint meðvitað að því sem á sér stað - að vera með því sem er, eins og það er - án þess að reyna að breyta, stýra eða dæma.
Farið verður í léttar gönguferðir þar sem þátttakendur eru leiddir í gegnum núvitundaræfingar úti í náttúrunni. Hughrifin af umhverfinu eru efld með því að beina sjónum að landslagi og náttúrunni, hlusta á hljóðin í náttúrunni, finna lykt í loftinu, bragð í munni og snertingu við jörðina. Um er að ræða fimm skipti á tímabilinu 23. apríl til 14. maí, fræðsla ásamt styttri og lengri ferðum.