Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Þuríður Helga Kristjánsdóttir
Ekið sem leið liggur að bílaplaninu sem er á Öxnadalsheiði. Þegar maður er á suðurleið þá er planið fyrir neðan veginn. Þar munum við geyma bílana okkar. Farið niður í gilið og það kannað. Hversu langt verður farið inn í gilið eða upp í Kinnarfjall ræðst af vilja hópsins.
Gott að hafa göngustafi og muna að klæða sig vel því nú er farið að kólna. Í búnaðarlista FFA er fólki bent á að gott sé hafa létta brodda með í farangrinum, svokallaðir Esjubroddar eiga að duga í ferðir eins og þessa. Bara til öryggis.
Verð: 1.000/1.500 kr.