Svartárkot-Suðurárbotnar: Fjallahjólaferð á rafhjóli

Svartárkot - Suðurárbotnar. Fjallahjólaferð á rafhjóli 

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Stefán Sigurðsson
Ekið að Svartárkoti í Bárðardal með hjól á kerrum. Lagt upp frá Svartárkoti og hjólað til suðurs eftir ágætum jeppaslóða um mólendi suður með Suðurá en eftir 7 km er hjólað inn á aflagðan jeppaslóða sem liggur í gegnum hraun og síðast úfið hraun. Endað í Botna sem er skáli FFA. Þessi leið er heldur betur fyrir augað, mikil fjallasýn og svo er magnað að sjá hvernig vatnið þrýstist undan hrauninu og myndar ána. Vegalengd alls um 30 km. Hækkun óveruleg.
Verð: 5.000/6.500. Innifalið: Fararstjórn og flutningur á hjólum á sérhannaðri kerru (takmarkað pláss).

Þeim sem hentar betur að mæta beint á upphafsstað (Svartárkot í Bárðardal) er bent á að hafa samband við skrifstofu FFA varðandi greiðslu. Skrifstofan er opin virka daga kl. 14:00-17:00. Netfang: ffa@ffa.is / sími: 462 2720

skráning