Þeistareykir: Fjallahjólaferð á rafhjóli

Þeistareykir: Fjallahjólaferð á rafhjóli 

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Jón M. Ragnarsson og Stefán Sigurðsson
Ekið að Þeistareykjavirkjun. Lagt af stað þaðan og hjólað suður með Bæjarfjalli, síðan til austurs sunnan við Kvíhólafjöll og Þórunnarfjöll austur að Gjástykki og norður með því þar til beygt verður til vesturs, allt á gömlum slóðum. Kíkt verður á Stóra-Víti sem er gríðarstór sprengigígur, um 300 m í þvermál. Þaðan liggur svo leiðin áfram til vesturs og niður Bóndhólsskarð að Þeystareykjavirkjun. Þeir sem eiga flutningsfestingu fyrir hjól nota hana, aðrir geta fengið hjólin flutt á hjólakerru.
Vegalengd: 35-40 km. Óveruleg hækkun er á þessari leið.
Verð: 6.000/7.500. Innifalið: Fararstjórn og flutningur á hjólum á hjólakerru fyrir þá sem þurfa. 
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

Búnaðarlisti

skráning