Þingmannahnjúkur - Skólavarða

Þingmannahnjúkur - Skólavarða

Brottför kl. 9:30 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. ATH. sunnudagurinn 3. nóvember.
Fararstjórn: Þuríður Helga Kristjánsdóttir
Ekið að Eyrarlandi. Gengið upp á Þingmannahnjúk og þaðan að gamalli steinbrú, grjóthleðslu frá 1871. Frá brúnni er stefnan tekin á Skólavörðu og síðan gengið til baka að Eyrarlandi.
Vegalengd um 12 km. Gönguhækkun um 660 m.
Þátttaka ókeypis.
Gott að hafa göngustafi og muna að klæða sig vel því nú er farið að kólna.
Í búnaðarlista FFA er fólki bent á að gott sé hafa brodda með í farangrinum, svokallaðir Esjubroddar eiga að duga í ferðir eins og þessa.

Búnaðarlisti

skráning Í FERÐ