Tungudalsvatn í Fljótum

Tungudalsvatn í Fljótum

Brottför kl. 8 á einkabílum (jeppum, jepplingum) frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Una Þórey Sigurðardóttir
Ekið sem leið liggur yfir Lágheiði að bænum Lundi og beygt í vestur og farið eftir vegaslóða að Fljótaánni og ekið yfir hana ef ekki er of mikið í ánni. Síðan er gengið frá bústöðum við ána eftir kindagötum inn að vatninu sem er falin náttúruperla sem ekki margir þekkja. Þarna er mikið af fjallagrösum og berjum ef vel árar. Það getur verið mý við Tungudalsvatn og því öruggara að fólk taki með sér flugnanet og jafnvel aðrar varnir gegn mýi, t.d. þar til gert sprey. Vegalengd um 10  km. Gönguhækkun 290 m.
Verð: 2.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn.

Þeim sem hentar betur að mæta beint á upphafsstað göngunnar (við bæinn Lund) er bent á að hafa samband við skrifstofu FFA varðandi greiðslu. Skrifstofan er opin virka daga kl. 14:00-17:00. Netfang: ffa@ffa.is / sími: 462 2720

skráning