Utanbrautarskíði-framhaldsnámskeið

Framhaldsnámskeið á utanbrautarskíðum hefst 20. febrúar. Farið verður í fimm ferðir, sjá nánara skipulag hér.
Þátttakendur þurfa að hafa einhverja reynslu af því að skíða á utanbrautargönguskíðum (gönguskíði sem eru breiðari en venjuleg brautarskíði og með stálköntum), geta beitt þeim og skíðað í 3-4 klst. Á námskeiðinu er farið í ferðir sem ekki eru eingöngu á flatlendi, þó ekki í miklu brattlendi. Markmiðið er að vera saman, læra á sjálfan sig og betur á skíðin og hafa gaman.
Lágmarksfjöldi er 12 manns.

Verð: 21.000 kr. fyrir félaga í FFA og FÍ. Makar félagsmanna greiða sömu upphæð. Fyrir utanfélagsmenn kostar námskeiðið 26.000 kr. Greiða þarf þegar skráningu lýkur, krafa verður stofnuð í netbanka.

Umsjón með námskeiðunum og fararstjórar eru:
Bryndís Inda Stefánsdóttir bryndisinda@gmail.com eða í síma 846-6952 og
Valgerður Húnbogadóttir hunboga@gmail.com.
Formaður FFA veitir einnig upplýsingar á netfanginu formadur@ffa.is eða í síma 692-6904.