Villingadalur - jarðfræðiganga: Frestað um einn dag, til sunnudagsins 27. júní

Villingadalur. Jarðfræðiganga  Nýtt

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Einnig er hægt að mæta við afleggjarann við Leyningshóla en þaðan verður lagt af stað um kl. 9. 
Fararstjórn: Sigurveig Árnadóttir
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið verður að Leyningshólum um Villingadalsveg og bílum lagt við afleggjarann inn í hólana, þaðan verður lagt af stað um kl. 9. Gengið inn Villingadal og til baka. Við gefum okkur tíma til að skoða jarðfræðileg fyrirbæri og fræðast um hina fornu Torfufellseldstöð sem setur svip á fjöllin í dalnum með sínum ljósu og litfögru líparítmyndunum.

Undanfarin ár hefur Sigurveig unnið að því að kortleggja jarðfræðina á svæðinu kringum fremstu bæi í Eyjafjarðardal og rannsaka innviði, uppbyggingu og líftíma hinnar fornu og löngu kulnuðu Torfufellseldstöðvar. Nýjar aldursgreiningar sýna að eldstöðin var virk fyrir 7 milljón árum og er því eldri en áður var talið. Ennfremur benda megin niðurstöður verkefnisins til að fyrri stig eldstöðvarinnar hafi einkennst af basaltgosum sem mynduðu apalhraun á meðan súrar og ísúrar bergmyndanir urðu til í hraun- og sprengigosum á seinni stigum.

Vegalengd alls 10 km. Gönguhækkun lítil. Göngutími er um 5 tímar. Góðir gönguskór.

Skráning