Göngur og jóga fyrir konur 60+

Með sérstökum hreyfiverkefnum vill Ferðafélag Akureyrar koma til móts við þarfir og áhuga sem flestra. Eitt af metnaðarfullum verkefnum sumarið 2021 er verkefnið Göngur og jóga fyrir konur 60+.

Verkefnið er fyrir konur sem hafa náð 60 ára aldri. Yngri konur sem hafa áhuga eru velkomnar líka. Þyngdarstig ferða miðast við meðalgöngur/-hraða og verður byrjað rólega og alltaf hitað upp í byrjun göngu; jógateygjur og jógaæfingar auk slökunar í göngu eða eftir göngur, allt eftir aðstæðum hverju sinni.

Um er að ræða gönguhóp sem haldið verður vel utan um meðal annars með öruggri fararstjórn, fésbókarsíðu og góðri upplýsingagjöf. Haft verður að leiðarljósi að fara eftir getu hópsins og að eiga góðar stundir saman.

Farið verður í skipulagðar gönguferðir og jóga iðkað inn á milli. Verkefnið stendur yfir frá maí og fram í september (engar ferðir verða í júlí). Farnar verða 13 ferðir á öllu tímabilinu,
á miðvikudögum kl. 18:00 og sunnudögum kl. 09:00. Á sunnudögum er gert ráð fyrir að ferðirnar taki 5-7 tíma en á miðvikudögum eru ferðirnar styttri, eða 2-4 tímar. Þátttakendur koma á eigin bílum.

Verkefni hefst 12. maí, hópurinn hittist síðan samkvæmt auglýstu plani, sjá hér

Lágmarksfjöldi er 12 þátttakendur og hámark 25.

Umsjónarmenn og fararstjórar eru Herdís Zophoníasdóttir og Þóra Hjörleifsdóttir.

Verð: 39.000 kr. fyrir félaga í FFA. Makar félagsmanna greiða sömu upphæð. Fyrir aðra bætist félagsgjald í FFA við sem er 8.700 kr. Greiða þarf þegar skráningu lýkur, krafa verður stofnuð í netbanka. 

Skráningu lýkur 10. maí og verkefnið hefst 12. maí. Hægt er að beina fyrirspurnum á netfangið ffa@ffa.is svo og hringja í síma 462 2720. Fararstjórar svara einnig fyrirspurnum.

Skráning