Hjólum lengra - fjallahjólanámskeið í ágúst

Vantar þig félagsskapinn eða hvatann til að prófa nýjar leiðir á fjallahjólinu? Þá gæti Fjallahjólahópur FFA – „Hjólum lengra“ verið eitthvað fyrir þig! Námskeiðið er fyrir þá sem vilja hjóla með hóp, fara lengra og kanna ögn óhefðbundnari hjólaleiðir.

Tímabil: 11. til 28. ágúst, alls fimm skipti, þrisvar á fimmtudegi kl. 18 og tvær ferðir um helgar, sjá nánar á hér.

Umsjón hafa Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, Guðrún Elísabet Jakobsdóttir og Sigfrid Einarsdóttir. Þær eru jafnframt fararstjórar. 

SKRÁNING