Kynning á sumarleyfisferðum FFA

Sumarleyfisferðir FFA 2024 verða kynntar sérstaklega í máli og myndum í húsnæði FFA, Strandgötu 23, þann 15. febrúar kl. 20
Fararstjórar mæta á svæðið, segja frá og bjóða upp á spjall. Hressing eftir kynninguna.

Ferðir sem kynntar verða sérstaklega:
- Öskjuvegurinn, fimm daga trússferð 21.-25. júlí.
- Krepputunga - Sönghofsdalur 6.-7. júlí.
- Náttúruskoðun og sjálfsrækt á Glerárdal 16.-18. ágúst.
- Herðubreiðarlindir - Bræðrafell - Askja 14.-17. júlí.
- Helgarferð á Herðubreið 16.-18. ágúst.