Næsta ferð 16. mars: Eyðibýli á Fljótsheiði

Eyðibýli á Fljótsheiði: Skíðaganga
Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ingvar Teitsson
Ekið að malarnámum austan í Fljótsheiði þar sem nokkrir bílar eru skildir eftir. Síðan er ekið austur Reykjadal fram veginn að Stafnshverfi (Hábungu) þar sem gangan hefst. Gengið vestur að Herforingjavörðunni efst á Narfastaðafelli og svo þaðan í Heiðarsel. Frá Heiðarseli er farið í Gafl, Narfastaðasel og Skógarsel. Frá Skógarseli er síðan gengið norðvestur á hringveginn austan í Fljótsheiði það sem bílarnir bíða.
Vegalengd um 17 km. Gönguhækkun óveruleg.
Verð: 3.500/4.000. Innifalið: Fararstjórn.

Áætlaður tími ferða er aðeins viðmið og fer eftir hópnum og aðstæðum hverju sinni.

Búnaðarlisti

SKRÁNINg