Komdu út og á fjöll

Komdu út og á fjöll haust 2021

Haustið 2021 býður Ferðafélag Akureyrar upp á fimm ferðir í hreyfiverkefninu Komdu út og á fjöll.  Í vor voru átta ferðir og tóku 25 manns þátt í því verkefni sem tókst afar vel.

Hreyfiverkefnið Komdu út og á fjöll er fyrir alla þá sem eru í þokkalegu gönguformi og miðast þyngdarstig og gönguhraði ferða við tvo til þrjá skó. Búinn verður til fastur gönguhópur sem haldið verður vel utan um m.a. með öruggri fararstjórn, fésbókarsíðu og góðri upplýsinga­gjöf. Haft verður að leiðarljósi að „njóta en ekki þjóta“.

Farnar verða fimm gönguferðir frá ágúst og fram í september. Um er að ræða einn fimmtudag, kl. 18 og tekur ferðin 4 klukkutíma og einn laugardag og þrjá sunnudaga, kl. 9 og taka ferðirnar 5 – 7 klukkutíma. Þátttakendur koma á eigin bílum.

Verkefnið hefst 12. ágúst, hópurinn hittist síðan samkvæmt auglýstu plani sem má sjá hér

Lágmarksfjöldi er 12 þátttakendur.

Umsjónarmenn og fararstjórar eru Anna Sigrún Rafnsdóttir og Kristján Hreinsson.

Verð:
16.500 kr. fyrir félaga í FFA og FÍ. Makar félagsmanna greiða sömu upphæð. Fyrir aðra er verðið 19.500 kr. Greitt er þegar lokað er fyrir skráningu.

Skráningu lýkur 10. ágúst og verkefnið hefst 12. ágúst. Skráning fer fram á www.ffa.is. Þangað er einnig hægt að beina fyrirspurnum svo og hringja í síma 462 2720 á milli kl. 14 og 17. Fararstjórar svara einnig fyrirspurnum.

Skráning