Tveggja til þriggja tinda ferð í Eyjafirði - Laufásstrandarfjöllin

BREYTT: Tveggja til þriggja tinda ferð í Eyjafirði - Laufásstrandarfjöllin  

Breyta þurfti fjögurra tinda ferðinni vegna aðstæðna. Fararstjóri hefur kannað aðstæður og ekki er hægt að fara alla leið. Þarna eru þó nokkur snjóalög og ferðin því nokkuð krefjandi en verður engu að síður góð og veðrið ætti ekki að spilla fyrir að þessu sinni.

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Hulda Jónsdóttir

Gangan hefst við malarnámuna við þjóðveginn milli Ystuvíkur og Fagrabæjar. Gengið upp á Ystuvíkurfjall sunnan við Hranárskarð, að hluta til eftir fjárgötum meðfram brúninni suður að vörðu á fjallinu. Síðan er gengið norður á Kræðufell. Ef aðstæður og tími leyfa verður mögulegt að fara á Gæsagilshnjúk en það bætir 3-4 km við. Farið aftur til baka og niður Hranárskarð.

Vegalengd alls 11-12 km. Gönguhækkun um 900-1000 m.
Verð: 5.000/6.500. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

Búnaðarlisti

skráning