Glerárdalur-Lambi: Skíðaganga -aflýst

Glerárdalur-Lambi: Skíðaganga

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Bernard Gerritsma og Bóthildur Sveinsdóttir
Gangan hefst á bílastæðinu við Súluveg. Gengið er inn að Lamba, skála FFA á Glerárdal og sama leið farin til baka. Á leiðinni njóta þátttakendur dásemda fjallahringsins á útivistarsvæði Akureyringa.
Vegalengd alls 22 km. Gönguhækkun 440 m.
Þátttaka ókeypis.

Áætlaður tími ferða er aðeins viðmið og fer eftir hópnum og aðstæðum hverju sinni.

Búnaðarlisti