Gönguvika: Gásir - Skipalón

Gásir-Skipalón  

Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Björn Vigfússon sögumaður og og Þorgerður Sigurðardóttir.
Gásir við Eyjafjörð var verslunarstaður á miðöldum og má þar sjá friðlýstar fornleifar. Gengið um svæðið, rýnt í söguna og ummerki fornrar byggðar skoðuð. Síðan verður gengið að Skipalóni en sá staður kemur við sögu í bókum Jóns Sveinssonar, Nonni og Manni. Þægileg ganga en þó um gróið land, fjöru, tún og móa. Gott að vera í góðum skóm og með göngustafi.
Vegalengd: 7-8 km. Gönguhækkun óveruleg. Selflytja þarf bíla á milli staða, en það er örstutt.
Verð: 2.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

Búnaðarlisti

skráning