Húsavík - Botnsvatn

Húsavík - Botnsvatn  

Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Jóhanna Ásmundsdóttir
Ekið til Húsavíkur, bílum lagt við eystri enda íþróttavallarins. Gengið er eftir göngustíg sem liggur í fjallinu bláa, Húsavíkurfjalli. Gengið upp að Botnsvatni og hringinn í kringum vatnið eftir þægilegum göngustíg. Þaðan liggur leiðin niður með ánni og í gegnum Skrúðgarðinn. Mjög falleg leið. Gangan tekur 2-3 klst.
Veitingastaðurinn Naustið tekur á móti hópnum kl. 16:00 þar sem við fáum að bragða á nýju tapasréttunum þeirra. Stefnum á að mæta í Sjóböðin kl. 18. Lagt af stað heim kl. 20. Tímasetningar geta þó breyst eftir veðri eða öðru. Vegalengd alls 11 km. Gönguhækkun: 310 m.

Verð: 3.500/5.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekki innifalið: Matur og aðgangur að Sjóböðunum.
Munið eftir sundfötunum, þau sem ætla í Sjóböðin.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

Búnaðarlisti

skráning