Náttúruskoðun og sjálfsrækt í Fjörðum
Brottför kl. 13 á einkabílum (jeppum eða jepplingum) frá FFA, Strandgötu 23. Safnast verður saman í bíla, 4-5 í hvern bíl.
Fararstjórn: Ásdís Skúladóttir og Birna Guðrún Baldursdóttir
Fjörður er einstakur staður þar sem kyrrðin, fjöllin og litadýrðin umlykja okkur. Þangað er ferðinni heitið í skemmtilega og nærandi gönguferð sem felur í sér verkefni til sjálfsræktar, hugleiðslu, sjóböð, léttar jógaæfingar, sjálfsþekkingarleiki og heilsufæði svo eitthvað sé nefnt. Gist verður tvær nætur í skála á Þönglabakka í Þorgeirsfirði þar sem er góð aðstaða.
1. d., föstudagur: Ekið sem leið liggur í Fjörður. Ganga dagsins er frá Hvalvatnsfirði yfir í Þorgeirsfjörð. Vegalengd 5 km. Gönguhækkun 100 m. Stutt kvöldganga og hugleiðsla.
2. d., laugardagur: Eftir morgunverð er gengið yfir í Keflavík þar sem dvalið verður um stund við létt jóga og slökun. Gengið til baka. Þetta er lengsti dagurinn.
Vegalengd fram og til baka 14 km. Hæsti punktur er ca 400 m en uppsöfnuð gönguhækkun á leiðinni er um 900 m.
3. d., sunnudagur: Létt jóga og sjóbað fyrir þá sem vilja. Gengið til baka um hádegi. Gert ráð fyrir að koma til Akureyrar um kl. 15:30.
Vegalengd 5 km. Gönguhækkun 100 m.
Verð: 23.000/26.000. Innifalið: Fararstjórn og gisting í tvær nætur. Hámarksfjöldi 14 manns.
Sameiginlegur matur sem greiðist sérstaklega. Fararstjórar sjá um að kaupa inn og elda.
Þessa ferð þarf að greiða að fullu viku eftir skráningu, krafa verður stofnuð í netbanka. Sjá nánar um greiðsluskilmála hér