Seljahjallagil í Mývatnssveit

Seljahjallagil í Mývatnssveit  

Brottför kl. 8 á einkabílum (jeppum) frá FFA, Strandgötu 23. Jeppar (óbreyttir) eru nauðsynlegir frá Hverfjalli.
Fararstjórn: Þóroddur F. Þóroddsson
Ekið að Hverfjalli í Mývatnssveit og lagt af stað þaðan kl. 09:30. Lúdentsborgir skoðaðar og ekið upp á hjallann norðan Seljahjallagils. Bílar skildir eftir og gengið niður í gilið og mikilfenglegar stuðlabergsmyndanir skoðaðar. Gengið niður gilið og frá gilinu um sandorpið hraun og um Mela og sandöldur með melgresi sunnan Villingafjalls. Gengið norðvestan við fjallið um úfið hraun og eftir jeppaslóða niður að vatni á Garðsgrundum.
Vegalengd alls 12 km. Mest gengið niður í móti eða um 300 m lækkun.
Verð: 3.500/5.000. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

Búnaðarlisti

Skráning