Gönguvika FFA 19.-23. júní

Gönguvika: Sumarsólstöður á Þengilhöfða 

Brottför kl. 21 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Roar Kvam
Ekið til Grenivíkur þar sem gangan hefst, gengið eftir götuslóða upp á höfðann. Af höfðanum er fallegt útsýni og tilvalið að njóta kvöldsólarinnar á þessum fallega stað. Tilvalin fjölskylduferð.
Vegalengd 4 km. Gönguhækkun 260 m.
Þátttaka ókeypis.

Búnaðarlisti

Skráning

 

Gönguvika: Gengið meðfram Glerárgili

Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ingimar Eydal.

Ferðin þennan dag átti að vera um Gásir-Skipalón en vegna forfalla þurfti að breyta henni. Ingimar Eydal ætlar að ganga með okkur um hluta Glerárgils.

Þátttaka ókeypis.

Búnaðarlisti

Skráning

 

Gönguvika: Sólstöðuganga á Kræðufell

Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Roar Kvam
Gengið er á fjallið frá bílastæðinu á Víkurskarði eftir stikaðri leið í Gæsadalinn og stefnt á Kræðufell. Af fjallinu er mjög gott útsýni yfir til byggðarinnar vestan fjarðarins og til Hríseyjar.
Vegalengd alls 10-11 km. Gönguhækkun 400 m.
Verð: 2.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn.

Búnaðarlisti

Skráning

 

Gönguvika: Jónsmessuganga á Múlakollu

Brottför kl. 20 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Bernard Gerritsma og Bóthildur Sveinsdóttir
Gengið upp á Múlakollu frá gamla Múlaveginum, upp dalinn norðan Brimnesár. Geysimikið útsýni er til allra átta af hátindi kollunnar.
Vegalengd 8 km. Gönguhækkun 930 m.
Verð: 2.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn.

Búnaðarlisti

Skráning