Næsta ferð 2.-3. mars: Skíðaganga í Lamba

Helgarferð: Skíðaganga í Lamba

Brottför kl. 13 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Bernard Gerritsma og Bóthildur Sveinsdóttir
Gangan hefst á bílastæðinu við Súluveg. Gengið er inn að Lamba, skála FFA á Glerárdal og gist þar eina nótt. Næsta dag verður nánasta umhverfi skálans skoðað í vetrarskrúða og sama leið farin til baka. Í ferðinni njóta þátttakendur dásemda fjallahringsins á útivistarsvæði Akureyringa.
Vegalengd alls 22 km. Gönguhækkun 440 m.

Hámarksfjöldi 14 manns.

Verð: 8.500/10.500. Innifalið: Gisting og fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

Búnaðarlisti