Söguganga IV: Helgastaðir í Reykjadal–Ljósavatn
Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Erla Sigurðardóttir og Ingvar Teitsson
Ekið á einkabílum að Helgastöðum í Reykjadal. Þaðan göngum við suður meðfram bílveginum í Reykjadal að Einarsstöðum. Þaðan fylgjum við gamla þjóðveginum suðvestur yfir Fljótsheiði að Ingjaldsstöðum. Mikið og fallegt útsýni af Fljótsheiðinni. Frá Ingjaldsstöðum göngum við að Fosshóli og skoðum m.a. ummerki um þrjár kynslóðir af brúm yfir Fljótið. Þaðan fylgjum við þjóðveginum vestur yfir Hrúteyjarkvísl og fylgjum síðan bílveginum heim að kirkjustaðnum Ljósavatni en þar var Helga Sörensdóttir fermd vorið 1875. Ath: Selflytja þarf bíla milli Helgastaða og Ljósavatns. Vegalengd: 17,1 km, lóðrétt hækkun: 260 m. Ath: Selflytja þarf bíla milli Helgastaða og Ljósavatns. Áætlaður göngutími 5-6 klst.
Verð: 2.000/3.500 kr.
Þeim sem hentar betur að mæta beint á upphafsstað göngunnar (að Helgastöðum, lagt af stað þaðan kl. 10:00) er bent á að hafa samband við skrifstofu FFA varðandi greiðslu. Skrifstofan er opin virka daga kl. 14:00-17:00. Netfang: ffa@ffa.is / sími: 462 2720.