Staðsetning: 65°34.880 - 18°17.770
Hæð: 720m
Lambi stendur í Glerárdal suðvestan Akureyrar, byggður 2014. Frá vegi að skálanum er stikuð gönguleið, 10-11 km. Gistirými fyrir 16 manns.
Olíukabyssa og áhöld eru í skálanum. Lækur skammt sunnan skálans. Fjölbreyttar gönguleiðir frá skálanum um fjöll og dali á Glerárdalssvæðinu.
Forstofa er opin en innriskáli er læstur svo panta þarf gistingu á skrifstofu FFA