Fara í efni  

Næstu ferðir í gönguviku FFA 2025

23. júní: Fjögurra tinda ferð í Eyjafirði. Laufásstrandarfjöllin
Jónsmessuganga, kvöldferð

Mánudagur: Brottför kl. 17 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Safnast saman í bíla ef vill.
Fararstjórn: Hulda Jónsdóttir
Gangan hefst við malarnámuna við þjóðveginn milli Ystuvíkur og Fagrabæjar. Gengið upp á Ystuvíkurfjall og norður á Kræðufell,
þaðan niður í Fagrabæjargil (bratt og skriður) og upp á Dýrðarnípu yfir á Dýrðarbungu og endað á Laufáshnjúk.
Síðustu 300 metrarnir eru svolítið brölt. Að lokum er farið niður af Laufáshnjúk þar sem bílar munu bíða en byrja
þarf á að ferja bíla þangað. Útsýnið af fjöllunum er mikið og geysifagurt bæði til suðurs og norðurs og að kvöldlagi
á þessum árstíma er von á fallegu sólarlagi. Aðeins hluti leiðarinnar er stikaður.
Vegalengd: 11 - 12 km. Gönguhækkun: 1000 m.
Verð: 5.200 / 6.900 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

Skráning í ferð

24. júní: Kvöldferð.
Fálkafell - Gamli - Kjarni - Fálkafell   
-

Þriðjudagur: Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Safnast saman í bíla ef vill.
Fararstjórn: Bernard Gerritsma og Bóthildur Sveinsdóttir
Ekið að bílastæði við Fálkafell. Gengið á skátaskálanum Fálkafelli og síðan sem leið liggur að
skátaskálanum Gamla. Þaðan er farið niður í gegnum Kjarnaskóg og sem leið liggur til baka
að bílastæðinu við Fálkafell.
Vegalengd: 9 km. Gönguhækkun: 220 m.
Þátttaka ókeypis

Skráning í ferð

25. júní: Kvöldferð. Arnarstaðaskál í Eyjafirði

Miðvikudagur: Brottför kl. 18 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Safnast saman í bíla ef vill.
Fararstjórn: Jónína Sveinbjörnsdóttir og Helga Sigfúsdóttir sem er heimamanneskja á staðnum.
Arnarstaðaskál í Eyjafirði er snotur, gróin skál eða sylla í fjallinu fyrir ofan Arnarstaði fram í Eyjafirði að austan.
Þægilegt gönguland, að mestu bílslóð og kindagötur.
Nestisstopp verður tekið á leiðinni þar sem ljúft er að njóta útsýnis og kyrrðar. Sama leið farin til baka.
Vegalengd alls 9 km. Gönguhækkun: 450 m.
Verð: 2.200 / 3.900 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

Skráning í ferð

26. júní: Kvöldferð. Ystuvíkurhnjúkur / Ystuvíkurfjall -

Fimmtudagur: Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Safnast saman í bíla ef vill.
Fararstjóri: Hulda Jónsdóttir
Gengið frá bílastæði á Víkurskarði eftir stikaðri leið til vesturs upp hlíðina og á toppinn, 552 m.
Þaðan er gott útsýni yfir til byggðarinnar vestan fjarðarins og til Hríseyjar.
Vegalengd 6,6 km. Gönguhækkun 370 m.
Þátttaka ókeypis

Skráning í ferð