Bræðrafell

braedrafell

SKÁLINN ER LÆSTUR

Lyklar fást á skrifstofu FFA en einnig eru lyklabox við dyrnar á skálanum sem hægt er komast í. Hægt er að panta gistingu í síma  462 2720 eða á  ffa@ffa.is  
opið virka daga 11 - 13 1.sept - 1. júní og 15 -18 1.júní - 1.sept.
Einnig er hægt að panta gistingu hjá skálavörðum í Dreka og Þorsteinsskála.


AÐEINS FYRIR NEYÐARTILFELLI Fyrir utan hefðbundinn opnunartíma er hægt að hringja í: +354 822 5193  GSM sími skrifstofu FFA

Staðsetning:  65°11.310 - 16°32.290
Hæð: 720m

Bræðrafell stendur suðaustur frá samnefndu felli, við suðurrætur Kollóttudyngju. Frá uppgöngunni á Herðubreið er stikuð leið, um 9-10 km, vestur að skálanum. Frá Bræðrafelli er stikuð leið suður í Dreka. Gistirými fyrir 16 manns, svefnpokapláss á dýnum. Í skálanum eru eldhúsáhöld, sólóvél og gashella. Einnig er 220v rafmagn (inverter) fyrir hleðslu á símum myndavélum og tölvum.   Ekkert vatnsból er á staðnum, en regnvatni er safnað í brúsa yfir sumartímann. Yfirleitt er farið í skálann um mánaðarmótin júní-júlí til að undirbúa hann fyrir sumarið, í þeirri ferð er vatnssöfnun af þaki hússins tengd. Fólki er þó ráðlagt að gera almennt ráð fyrir að vera með drykkjarvatn með sér til öryggis í ferðum um Ódáðahraun.

br1

br2

br3

br3