Látraströnd - Fjörður. Júlí 2009

Látraströnd - Fjörður
(Samantekt fararstjóra)

Ferðin út á Látraströnd gekk nokkuð vel. Rútan fór þó heldur stutt út eftir og lengdist gangan um 1-2 tíma. Það var gott veður á leiðinni. Smá súld þegar við gengum heim túníð á Látrum. Við gengum af stað um morguninn frá Látrum í sól og blíðu. Gangan út í Fossdalinn gekk vel þó við álpuðumst í gegnum kjarrið í stað þess að fara út bakkana. Eftir góða hvíld héldum við á brattann og gengum upp á Uxaskarð. Veður var bjart og gengum við niður í keflavíkurdal og tókum okkur þar gott matarhlé. Við stöldruðum vel við í Keflavík og skoðuðum tóftirnar af gamla bænum. Næst var það Hnáfjallið, Blæan og Blæjukamburinn og blasti þá við fagurt útsýni austur til Þorgeirsfjarðar og komum við þangað í hús um 19:30. Eini verulegi rigningarskúrinn kom meðan við vorum að borða á Þönglabakka. Við borðuðum vel og lengi og á eftir voru kveðnar vísur að hætti Kvæðamanna. Gunnar Páll kvað og sagði gamansögur. Það var kátt á hjalla fram eftir kvöldi. Það var gott að sofa þarna eins og á Látrum. Veður var milt og gott eþgar við gengum af stað frá Þönglabakka um tíuleytið á sunnudag. Ferðin gekk vel inn að Gili. Við komum þangað um þrjú leytið en rútan kom um hálf fjögur.

Ferðin var nokkuð krefjandi en mjög skemmtileg í alla staði. Veðrið gat ekki verið betra. Það var oft staldrað við enda er fegurðin mikil á þessu göngusvæði.

Ég þakka göngufélögum mínum kærlega fyrir viðkynninguna og skemmtilega ferð.

Kær kveðja, Gunnar Halldórsson fararstjóri.

Myndir úr ferðinni má sjá hér