Drangey, 1. júní 2013

Drangey

01.06.13

Mættum í hús FFA um kl 8 á laugardagsmorgni og síðan var lagt af stað stuttu síðar í 3 bílum Fararstjórar í þessari ferð voru þeir Jón Magnússon og  Sverrir Thorstensen ( Knoll og Tott ) þeir höfðu auðvitað spánverjana með sér.

Síðan var ekið sem leið lá til Sauðarkróks þar var fyrsta stopp. Jón fékk sér staðgóðan Íslenskan morgunverð , pylsu , en var með öllu frekar ósáttur með tískusveifluna í pylsum þarna fyrir vestan þar sem „fluffy“ og flott pylsubrauðið var kramið í grilli svo það var ekki þykkara en 500 kall upp á rönd !!  flestir fengu sér svona álíka hollan morgunmat enda allir með fínt nesti með sér sem beið betri tíma, allir rólegir og bara spjallað og enginn meir en Jón fararstjóri sem þarna upplýsti að hann færi ekki upp í eyjuna hefði gert tilraun fyrir mörgum árum og það mætti enn sjá handafarið eftir hann í handfanfangi sem væri þarna í begju á leiðinni, hann ætlað sem sagt að vera í bátnum (enda með skipstjóraréttindi ) fyrir neðan og mynda ( þegar við færum að hrynja niður ) ég þakkaði honum pent fyrir þessar upplýsingar svona korter fyrir brottför !! Þá stóð Sverrir fararstjóri upp og sagði að það væri best að koma Jóni út í bíl og á stað áður en hann hræddi líftóruna úr liðinu.

Við fengum úrval af veðri á leiðinni á krókinn, eins og við mátti búast á Íslandi, mígandi rigningu og fínt svona til skiptist en þegar komið var að Reykjum á Reykjaströnd var komið fínasta veður og þeir feðgar sem sjá um Drangeyjarferðir „reddy“ og eftir stutt pissustopp var bara lagt í hann, enga hvali sáum við á útleið en mikið var eyjan falleg að sjá litadýrðin alveg dásamleg.

Uppgangan upp eyjuna gekk bara nokkuð vel og þegar upp var komið beið okkar þessi flotti staður til að borða nestið og þar var þetta fína skjól og hitapottur þarna yndislegt, Jón missti af þessu hann var úti á sjó að veiða fisk.

Síðan var gengið að staðnum þar sem Grettir átti að hafa hafst við ásamt Illuga bróðir sínum og þrælnum ,þar fengum við söguna af þeim félögum og ýmsan annan fróðleik ,sem Jón missti líka af því hann var að veiða fisk.

Siðan var labbað upp á hæsta punkt eyjunnar þar sást hversu stór hún er í raun enda höfðu verið þarna um 200 kindur á beit sumarlangt fyrir löngu síðan, þarna sáust ummerki eftir fálkann sem við vorum búin að sjá til eggjaskurn ,fiður og fuglshausar, fallegur fugl þótt grimmur sé.

Jæja þá var að koma sér niður það gekk býsna vel og allir komnir heilir niður svo ekki náði Jón neinni mynd af niðurhruni enda svo upptekinn við veiðar að hann hefði ekki tekið eftir því þótt við hefðum flogið niður eins og flugur. En á meðan við vorum uppi hafði aðeins hlaupið kapp í hafið svo að ekki var hægt að koma bátnum að bryggju til að ná í okkur, svo það var ákveðið að nota  „sódiakinn „til að ferja okkur um borð.  þannig að við fengum enn meira ævintýri út úr þessu og þarna var hann Jón okkar eins og Kaptein Ameríka og vippaði okkur um borð þessi elska og fengum að sjá þennan líka flotta afla hjá karli ( allt utan kvóta ) allt gekk þetta vel og ferðin í land hin besta.

Spánverjarnir vildu endilega skreppa í Grettislaug og ákváðum við hin að stoppa í þessu fína kaffihúsi sem þarna er og spjalla saman og sá enginn eftir því, þarna var svo kominn sjálfur drangeyjarjarlinn Jón Eiriksson og sagði hann okkur nokkrar sögur sem allir höfðu gaman að. Síðan var komið með gestabók sem við vorum beðin að skrifa í.

Sverrir gerði Jón samstundis að fjölmiðlafulltrúa sem sæji um öll svona almannatengsl. Við litum svo á  Jón hálftíma seinna og hann var enn að skrifa í gestabókina  ( spurning hvort hann hafi sótt um listamannalaun ) Langt síðan ég hef skemmt mér svona vel, þvílíkir yndisgaurar þessir fararstjórar Sverrir Thorstensen og Jón Magnússon takk fyrir yndislegan dag.

Kveðja Anna María.

Myndir úr ferðinni má sjá hér