Fréttir

24. maí Reistarárskarð - Flár

Myndir

Næstu ferðir

30. maí. Fram með bökkum Eyjafjarðarár 

Hvannadalshnúkur á hvítasunnu

29. – 31. maí. Hvannadalshnúkur á hvítasunnu, 2119 m.  

Vegna forfalla eru 3 laus pláss í þessa ferð og er hægt að skrá sig í ferðina á undirbúningsfundinum sem verður haldinn á skrifstofu FFA n.k. mánudag 25. maí kl. 20.00.
ATH! Skyldumæting er fyrir þátttakendur á undirbúningsfundinn!

Fuglaskoðunarferð

Á myndasíðuna eru komnar myndir úr fuglaskoðunarferðinni þann 17. maí.


Næsta ferð

23. maí. Reistarárskarð – Flár, 1000 m. Skíðaferð  

Hvarfshnjúkur

Myndir

Árleg ferð FFA á bæjarfjall Akureyrar Súlur

Myndir

17. maí - Fuglaskoðunarferð - ATH breytt dags.

[ATH!! Dagsetningu verður nú breytt úr 10. maí í 17. maí].

Árleg fuglaskoðunarferð FFA þar sem fuglalífið við Eyjafjörð verður skoðað með kunnáttumanni.

 

Fararstjóri: Jón Magnússon.

 

Verð: kr. 1.000 / kr. 1.500

Brottför frá FFA kl. 9.00

Ferða og bókakynning

Ferða og bókakynning í húsi Ferðafélags Akureyrar Strandgötu 23. fimmtudaginn 7. maí kl. 20:00.

 Kynntar verða ferðir á vegum FFA sumarið 2009. Frímann Guðmundsson fer stuttlega yfir viðamikla ferðaáætlun FFA, auk nýunga þ.e. tvær gönguvikur í sumar þar sem boðið verður upp á stuttar kvöldgöngur og einnig lengri ferðir í samstarfi við Ferðafélagið Hörg, 24x24 og Minjasafnið.

Bjarni Guðleifsson kynnir nýútkomna bók sína Á fjallatindum. Undirtitill bókarinnar er Gönguferðir á hæstu fjöll í sýslum landsins.

 

 

ATH! Hvarshnjúks-ferðin sem átti að vera 16. maí verður flytt til 10. maí

Sunnudaginn 10. maí. Hvarfshnjúkur, Svarfaðardalur,1036 m.