Fréttir

Öskjuvegur 17.-21. júlí 2009

FFA efndi til ferðar á Öskjuveginn 17.-21. júlí 2009. Smellið á MYNDIR til að sjá hvernig ferðin gekk.

Sólarfjall - myndir komnar inn.

Gengið var frá Litla-Árskógi upp Lækjardal á Sólarfjall (Krossahnjúk) í blíðskaparveðri. Í ferðinni voru 4 alsælir ferðalangar. Gengið var svo niður að eyðibýlinu Kleif í Þorvaldsdal og með Þorvaldsdalsá að Litla Árskógi aftur.
- Sjá myndir

Næstu ferðir

Næstu ferðir Ferðafélags Akureyrar eru þriggja daga ferð um Fjörður. Svínárnes - Látur- Þönglabakki - Gil. En svo er dagsferð laugardaginn 25. júlí. en þá er menningarferð til Hríseyjar.
- Sjá myndir úr eldri ferð um Látraströnd og Fjörður.

 

Gönguferð upp með Krossastaðagili á Hlíðarfjall þ. 11.07.09.

Farin var gönguferð upp með Krossastaðagili á Stórahnjúk og Hlíðarfjall þ. 11.07.09. Smellið á MYNDIR til að sjá hvernig ferðin gekk.

Kvöldganga að Skólavörðu þ. 10.07.09

Farin var kvöldganga að Skólavörðu á Vaðlaheiði þ. 10. júlí 2009. Smellið á MYNDIR til að fræðast nánar um ferðina.

Hlíðarfjall 9. júlí

Rúmlega 50 manns gengu upp á brún Hlíðarfjalls á ýmsum aldri þann 9. júlí og var lagt af stað kl. 19.00. Gengið var upp með Fjarkanum og síðan slóð frá Stýtu og upp á brún. Blíðskapar veður var logn og kvöldsól. Einnig var gengið norður að vörðu og útsýnis og verðurblíðu notið.  Fararstjóri var Frímann Guðmundsson og myndir eru á myndasíðu.

Myndir frá Grímseyjarferð komnar inn

Myndir eru komnar inn frá vel heppnaðri ferð í Grímsey. Ferðin var farin 4. júlí síðastliðinn þar sem flogið var frá Akureyri. Farin var bátsferð umhverfis eyjuna. Snæddur var matur á veitingastaðnum Kríunni og farið svo í gönguferð í blíðviðrinu. Fararstjóri var Konráð Gunnarsson.
- Sjá myndir úr ferðinni

Myndir úr ferð þann 27. júní.

Komnar eru inn á myndasíðuna myndir úr gönguferð þann 27. júní.
Farið var af Öxnadalsheiðinni upp Grjótárdalinn upp á Varmavatnshólafjall, þaðan upp á Hallgrím og síðan niður í Vatnsdal meðfram Hraunsvatni og komið niður hjá Hálsi. Veður lék við göngufólk.