Fréttir

Opið hús fimmtudaginn 3. febrúar

Fimmtudaginn 3. febrúar kl. 20 verður opið hús hjá FFA. Að þessu sinni er ekki um skipulagða dagskrá að ræða en kaffi og meðlæti við höndina. Um að gera að nota tækifærið og setjast niður og spjalla. Jafnframt er minnt á ferðakynningu sem verður fimmtudaginn 10. febrúar.

5. febrúar Staðarbyggðarfjall. Gönguferð

5. febrúar Staðarbyggðarfjall.  Gönguferð   Skór
Þægileg ferð í nágrenni Akureyrar. Gengið frá sumarhúsinu Seli upp að vörðunni nyrst á Hausnum. Þá er gengið inn eftir fjallinu um greiðfær holt inn að Helgárdal. Upplögð fjölskylduferð.
Fararstjóri: Grétar Grímsson.
Verð: kr. 2.000 / kr. 1.500
Innifalið: Fararstjórn.
Brottför frá FFA kl. 10.00

Fundi í kvöld, 6. janúar, er frestað

Fundi sem halda átti í kvöld, 6. janúar, er frestað um óákveðinn tíma vegna slæms veðurútlits.

Stjórnin

Nýársganga FFA um Vaðlareit 1. jan. 2011

FFA efndi til nýársgöngu um Vaðlareit um hádegisbilið á nýársdag 2011. Smellið á MYNDIR til að fræðast nánar um ferðina.