Fréttir

Hornvík

Um helgina fór af stað sumarleyfisferð félagsins í Hornvík. Mikil eftirspurn var í ferðina og á endanum voru skráðir alls 34 manns í hana.

Kræðufell

Á dagskrá félagsins laugardaginn 30.júlí er Kræðufell, 711m hátt.

Öskjuvegur

Nú stendur yfir ferð félagsins um Öskjuveginn. Ingvar Teitsson leiðir þar 12 manna hóp og fylgja þeim kokkur og bílstjóri.

Kerling í Svarfaðardal og Kötlufjall

Um komandi helgi eru tvær gönguferðir á dagskrá félagsins, laugardaginn 23. júlí er á dagskrá gönguferð á Kerlingu í Svarfaðardal og á sunnudaginn 24. júlí er ferð á Kötlufjall.

Vígsla nýs gistiskála við Drekagil

Sunnudaginn 10. júlí 2005 opnaði Ferðafélag Akureyrar (FFA) nýjan gistiskála við Drekagil í Ódáðahrauni. Nýja húsið er 94 fm að grunnfleti og þar er svefnpláss fyrir 40 manns.

Hvanndalir 16. - 17. júlí

Gengið frá Kleifum í Ólafsfirði um Fossdal í Hvanndali.  Daginn eftir er gengið til baka um Víkurbyrðu, Víkurdal og Rauðskörð til Ólafsfjarðar.

Nýi Dreki

Nýr skáli við Drekagil var vígður í gær við mikla viðhöfn. Hópur manns sem komið hefur að byggingu skálans með ýmsu móti var viðstaddur og gerði sér glaðan dag.

Héðinsfjörður á laugardag

Margir hafa skráð sig í ferð okkar á laugardaginn, en þá á að ganga í Héðinsfjörð frá Kleifum í Ólafsfirði.

Laugafell

Nú er búið að opna í Laugafelli og um að gera að skella sér í sund þangað.

Bókin

Fyrir nokkru síðan var sendur gíróseðill fyrir félagsgjöldum til allra félaga okkar. Gengið hefur vel að innheimta hann