Fréttir

Blástakkur 1. ágúst - Breyting á áætlun

Ákveðið hefur verið að færa Blástakksferðina yfir til sunnudagsins 1. ágúst. Ástæðan er sú að skýjahuluspá fyrir sunnudaginn er of góð til að hafa enga ferð á þessum degi.

Blástakkur 1.ágúst

ATH. Þessa ferð er búið að flytja til sunnudagsins 1. ágúst, var á áætlun 31. júlí.
Næsta ferð félagsins er laugardaginn 31. júlí og er á Blástakk í inn af Féeggstaðadal í Hörgárdal. Ofan af Blástakki er geysifallegt útsýni yfir fjöllin á Tröllaskaga og víðar. En fjallið stendur í tæpri 1400 metra hæð yfir sjávarmáli.

Torfufell myndir

Myndir eru komnar inn úr vel heppnaðri göngu þann 24. júlí á Torfufell í Eyjafirði.
- Sjá myndir úr ferðinni.

Öskjuvegurinn 16.-20. júlí 2010

FFA efndi til ferðar á Öskjuveginn 16.-20. júlí 2010. Fullbókað var í ferðina sem gekk ágætlega.
- Sjáið myndir og fræðist nánar um ferðina.

16 tinda ferð um Látraströnd gekk vel.

Látrastrandartindarnir voru gengnir síðasta Laugardag 17. júlí. Þátttaka var góð og gekk ferðin afar vel þrátt fyrir þoku.
- Sjá myndir úr ferðinni

Næstu ferðir

Næstu ferðir FFA eru í erfiðari kantinum, enda flestir búnir að koma sér í form á þessum tíma. En á n.k. laugardag verður gengið á hið skemmtilega fjall Torfufell í Eyjafirði, á sunnudeginum 25. júlí verður svo gengið á Kerlingu í Eyjafirði og fyrir þá sem láta ekki Kerlingu eina og sér duga þá er í boði að halda áfram í norður með súlufjallgarðinum með viðkomu á 6 öðrum tindum. Á mánudeginum verður svo lagt af stað upp á hálendi inn í Öskju og önnur Öskjuvegsferðin gengin, það er uppselt í hana. Síðasta ferð júlí mánaðar er ganga á Blástakk sem er fjall í tæpri 1400 m. hæð við botn Féggstaðadals inn úr mynni Barkárdals í Hörgárdal.

Nýtt varðarhús flutt í Laugafell

Um liðna helgi var nýja varðarhúsið flutt í Laugafell og sett á sinn stað.   

Myndir úr gönguferð meðfram Glerá 18. júlí

Smellið hér til að sjá myndirnar

Næstu ferðir

Öskjuvegurinn hefst föstudaginn 16. júlí og stendur til 20. júlí, Látrastrandarfjöllin verða gengin laugardaginn 17. júlí og á sunnudag 18. júlí er gengið meðfram Glerá.

Smíði nýs skálavarðarhúss fyrir Laugafell

Nú er smíði Þórunnarbúðar, nýja skálavarðarhússins fyrir Laugafell, á lokastigi. Smellið á MYNDIR til að sjá framvindu verksins.