Fréttir

Nýársganga 1.janúar 2011 kl.11

Ferðafélag Akureyrar óskar  öllum gleðiilegs nýs árs og þökkum fyrir þau gömlu góðu
Nýársganga 1.janúar 2011 frá Strangötu 23 kl.11
Gengið verður um Vaðlareit.
Vissara að hafa mannbrodda.

Félagafundur 6. janúar

Félagafundur FFA fimmtudaginn 6. janúar 2011 klukkan 20:00 í Strandgötu 23.

Efni fundarins:
  • Farið yfir starf síðastliðins árs
  • Hugmyndir óskast um framtíðarstefnu félagsins
  • Ungt fólk og FFA
  • Gönguhópar og FFA
  • Hvernig getur FFA verið sýnilegra?
Félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka þátt í að móta framtíð FFA.

Stjórnin

Aðventuferð FFA 4.-5. des. 2010

Ferðafélag Akureyrar efndi til aðventuferðar á slóðir Fjalla-Bensa dagana 4. - 5. desember 2010. Smellið á MYNDIR til að sjá hvernig ferðin gekk.

Opið hús 2. desember. Nonni - mótunarár og æskuraunir

Fimmtudaginn 2. desember kl. 20.00 verður opið hús í Strandgötu 23. Jón Hjaltason, sagnfræðingur heldur fyrirlestur sem hann kallar "Nonni - mótunarár og æskuraunir". 

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Aðventuferð örfá sæti í boði

4. - 5. desember. Aðventuferð, jeppaferð  -    
Fyrstir panta fyrstir fá.
Farið er í  fótspor Fjalla-Bensa en ferð hans er lýst í Aðventu Gunnars Gunnarsonar. 
Á laugardaginn verður ekið austur á Mývatnsöræfi og komið við í Péturskirkju við nýja hraunið og þaðan að sæluhúsinu við Jökulsá gegnt Grímsstöðum á Fjöllum, sem frægt er fyrir draugagang. Síðan ekið suður að Miðfelli, en þar dvaldist Bensi í jarðhýsi í a.m.k. tvær nætur. Í lok laugardagsins verður farið í Herðubreiðarlindir og gist í Þorsteinsskála. Á sunnudaginn er ekið norður fjöll aftur og heim.
Fararstjóri: Ingvar Teitsson.
Verð: kr. 4.000 / kr. 4.500 (akstur ekki innifalinn)
Innifalið: Fararstjórn og gisting.
Brottför frá FFA kl. 8.00 (skrifstofan er ekki opin) en
Upplýsingar um ferðina má fá hjá Ingvari Teitssyni sími 860-0482 og pantanir einnig á vef FFA fyrir 1. des 2010.

Fararstjórar FFA

Ferðafélagið bauð fararstjórum upp á léttan kvöldverð í Laxdalshúsi svona smá viðurkenning fyrir þeirra mikilvæga starf.Sjá myndir hér 

Opið hús 4. nóvember: Gönguferð að fjallabaki frá Holtavörðuheiði í Bakkasel

Á opnu húsi næstkomandi fimmtudag 4. nóvember kl. 20 mun Ingvar Teitsson segja frá gönguferð sem leið liggur frá Holtavörðuheiði og austur á Öxnadalsheiði. Þjóðveginum var ekki fylgt í þetta skipti heldur var gengin nokkurn veginn bein lína milli þessara tveggja heiða. 

Það er örugglega afar sjaldgæft að þessi leið sé gengin - en það gerðu þrír Þjóðverjar á níu dögum í ágúst 2010. Þeir tóku mikið af myndum og fengu alls konar veður. Ingvar mun sýna nokkrar af myndum þeirra og segja frá ferðinni og hvað þeim fannst um svæðið.

Harðarvarða

Á brún Hlíðarfjalls í 1160m hæð stendur nú hin reisulega Harðarvarða 5 metrar að hæð.
10. 10. 2010 var aldeilis frábær dagur til að kíkja þarna uppeftir og  nýttu margir sér góða veðrið og upp úr hádegi voru 20 manns búnir að skrifa í gestabókina.

Skálar lokaðir

Frá 26.september 2010 eru skálarnir í Dreka, Herðubreiðarlindum og Laugafelli lokaðir.
Lykla er hægt að fá hjá Friðfinni Gísla Skúlasyni, sími: 8967606.

Lokunarferð í Dreka

Myndir úr ferðinni