Samkvæmt venju verður opið hús hjá félaginu fimmtudaginn 3. desember kl. 20.
Í þetta sinn mun Ingvar Teitsson, segja í máli og myndum frá ferð sinni til Írans 1.-14. október síðastliðinn.
Fjölmennum á fróðlegan fund
Nú í haust, 2009, er haldið áfram að smíða skálavarðarhús f. Laugafell. Smellið á MYNDIR til að sjá hvernig verkinu miðar.
Opið hús fimmtudaginn 5. nóvember kl. 20.
Sæmundur Þór Sigurðsson, leiðsögumaður hjá ÍT ferðum kynnir gönguferðir erlendis. Sérstaklega verður kynnt ný og spennandi ferð til Perú sem farin verður um páskana 2010.
Allir velkomnir.
Linkur á ÍT ferðir: http://www.itferdir.is/categories.php?id=4
Skroppið var í Dreka um helgina til að hefja viðgerð á Gamla Dreka en þar kviknaði í í lok sumars út frá reykrörinu. Veður var stillt og gott og snjór ekki til vandræða og gekk ferðin vel í alla staði. Nokkar myndir eru á myndasíðu.
Nú hefur gæslu verið hætt í Laugafelli og búið að loka skálanum. Þeir sem vilja gista þar geta sent tölvupóst á netfangið ffa@ffa.is eða hringt í síma 462-3812 eftir kl. 20 (Fjóla).
Fyrirhuguðum ferðum á Kaldbak og Tröllafjall nú um helgina 29. -30. ágúst hefur verið aflýst.