Fréttir

Gengið á Herðubreið

3. – 5. ágúst. Herðubreið, 1682 m. (3 skór)
 

Leiðin að Botna jeppafær

Eins og undanfarin ár er leiðin að skálanum botna aðeins jeppafær og seinfarin.  Leiðin frá Grænavatni í Mývatnssveit er heldur betri en leiðin frá Svartárkoti í Bárðardal.

Nýjar myndir

Myndir komnar frá ferð á Mývatnsheiði/Austurgil

Myndir frá Flateyjarsiglingu.

Ferð á Rima frestað

Ferð á Rimar í Svarfaðardal hefur verið frestað í óákveðinn tíma. Mikið þokuloft er í kortunum og eftir samtali við veðurstofu er ekki von á að það létti til svona utarlega með morgundeginum. Skemmtilegra er að sjá handa sinna skil í útsýnisferð sem þessari.

Ferð á Rimar verður nánar auglýst síðar.

Símanúmer í skálum FFA

Skálaverðir í skálum Ferðafélags Akureyrar taka við bókunum í skálana í eftirfarandi símanúmer: Dreki og Herðubreiðulindir 8549301, Laugafell 8549302. Einnig er hægt að hringja beint í Drekagil í síma 8532541 ef á þarf að halda.

Námskeiði frestað

Námskeiði í fjallareiðhjólum sem auglýst var um næstu helgi á Hömrum hefur verið frestað og fært til helgarinnar 10.-12. ágúst.

Rimar í Svarfaðardal

28. júlí. Rimar í Svarfaðardal, 1295 m. (3 skór)

Á slóðir Náttfara

20. – 22. júlí. Á slóðir Náttfara landnámsmanns (3 skór) 

Nýtt skálavarðarhús vígt í við Drekagil

Sunnudaginn 8. júlí var vígt nýtt skálavarðarhús uppi við Drekagil. 

Göngu frestað

Göngu á Dýjafjallshnjúk sem fara átti laugardaginn 14. júlí hefur verið frestað um óákveðinn tíma.