Fréttir

Sun. 5. apríl - Kaldbakshnjúkur, 1063 m (Öxnadalsheiði)

Farið verður upp á Kaldbakshnjúk við Öxnadalsheiði, ferðin verður annaðhvort farin á skíðum eða fótgangandi. Ekið er upp á Öxnadalsheiði að endurvarpsmastrinu og síðan gengið upp á Kaldbakshnjúkinn inn fyrir Kaldbaksdalinn og síðan niður á veg.

Fararstjóri í ferðinni verður Konráð Gunnarsson.

Brottför verður frá FFA kl. 9:00 á sunnudagsmorgun, og kostar ferðin kr. 1.500,-, en kr. 1.000,- fyrir félagsmenn FFA.

Athugið: síðasta ferð fyrir páska.

Lau. 4. apríl - Háafell (917 m) - Skíðaferð.

Ekið að bænum Öxará í Bárðardal og lagt á Háafell þaðan. Af fellinu er hið fegursta útsýni til allra átta.

Fararstjóri í ferðinni verður Ingvar Teitsson.

Brottför er frá FFA kl. 9:00 á laugardagsmorgun 4. apríl og kostar ferðin kr. 1.500,-, en kr. 1.000,- fyrir félagsmenn FFA.

Klaustur-Húsavík

27.-29. mars - Klaustur-Húsavík - skíðaferð.

Aflýst vegna þátttökuleysis og veðurútlits. Skíðaferð í Baugasel kl. 10:00 laugardag.

 

 

Smíði skálavarðarhúss f. Laugafell þ. 21.03.09.

Haldið var áfram að smíða skálavarðarhús f. Laugafell í blíðskaparveðri laugardaginn 21. mars 2009. Smellið á MYNDIR til að sjá hvernig gekk.

Skíðaferð á Flateyjardal fellur niður

Vegna dræmrar þátttöku fellur niður skíðaferð sem fara átti á Flateyjardal, 21-22. mars.

Kv. FFA.

27-29. mars - Klaustur-Húsavík - skíðaferð.

Ekið að Klaustri á Mývatnsöræfum austan Námaskarðs. Þaðan gengið norður að Eilífsvötnum og gist í Hlíðarhaga. Gengið daginn eftir að Þeistareykjum og gist þar. Á sunnudag haldið áfram til Húsavíkur um Reykjaheiði. Þetta er stórkostleg gönguleið og frábært útivistarsvæði, sem engan svíkur.

Fararstjóri í ferðinni verður Frímann Guðmundsson.

Verð: kr. 10.200 (kr. 9.000,- fyrir félagsmenn FFA), innifalin er fararstjórn, gisting og akstur.

Brottför verður frá FFA kl. 13:00.

Uppbókað á Hvannadalshnjúk

Uppbókað er í ferð sem að farin verður á Hvannadalshnjúk 29.-31. maí. Ennþá er þó í boði að skrá sig á biðlista, en þó hefur töluverður fjöldi safnast á hann.

Frestun á skíðaferð í Laugafell

Skíðaferðin sem átti að fara í dag, föstudaginn 13. mars, hefur verið frestað um óákveðinn tíma, líklega verður þó reynt að fara í hana í apríl.

Aðalfundur FFA 12. mars

Aðalfundur Ferðafélags Akureyrar verður haldinn fimmtudagskvöldið 12. mars kl. 20.00 að Strandgötu 23. 

Dagskrá:

1. Venjulega aðalfundarstörf

2. Önnur mál.

Félagar eru hvattir til að mæta.

Stjórnin

Skíðastaðir - Þelamörk

Myndir