Fréttir

Smíði skálavarðarhúss fyrir Laugafell

Haldið var áfram að smíða nýtt skálavarðarhús fyrir Laugafell laugard. 07.03.09. Smellið á MYNDIR til að sjá framvindu verksins.

Helgin 13-15. mars - Skíðaferð í Laugafell.

Föstudaginn 13. mars verður gengið frá Hólsgerði upp Vatnahjalla og í Bergland við Urðarvötn og gist þar. Síðan verður haldið í Laugafell á laugardeginum. Á sunnudag verður gengið norður að Urðarvötnum, með viðkomu í Berglandi, og niður Vatnahjalla aftur að Hólsgerði.

Toppupplifun fyrir fjallaskíðafólk - laugin notalega bíður í Laugafelli.

Fararstjóri verður Rúnar Jónsson. Verð verður kr. 6.000,- en kr. 5.000,- fyrir félagsmenn FFA. Innifalið í verðinu er fararstjórn og gisting.

 

Farið verður frá FFA kl. 13:00 þann 13. mars.

Skíðaferð Hlíðarfjall - Þelamörk - BREYTT DAGSSETNING

Vegna slæmrar veðurspár hefur verið ákveðið að skíðaferðin frá Hlíðarfjalli að Þelamörk, sem fara átti á sunnudag 8. mars, verður farin á morgun, laugardag 7. mars, ef næg þátttaka verður.

Miðað er við að fara kl. 9:00 frá FFA og fararstjóri er Frímann Guðmundsson.

Tilvalið tækifæri í að skella sér í góða, ókeypis skíðaferð og síðan í heita pottinn á Þelamörk (ekki innifalið). Létt ferð við flestra hæfi. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.

Opið hús fimmtudagskvöldið 5. mars kl. 20 að Strandgötu 23

Sunnan undir Hofsjökli.  

Una Sigurðardóttir segir í máli og myndum  

frá gönguferð með Útivist frá Kerlingafjöllum í Nýjadal sem farin var  

í ágúst 2008.


Allir velkomnir


Fríar dagsferðir fyrir atvinnulausa

Stjórn FFA hefur ákveðið að bjóða þeim sem eru atvinnulausir frítt í dagsferðir félagsins gegn staðfestingu.

Súlumýrar Hrafnagil

myndir

Vinnuferð í Dreka 27. feb - 1. mars

Um liðna helgi var farin vinnuferð í Dreka .  Veðurspáin fyrir helgina var hagstæð því ákveðið að leggja á fjöll

Skíðaferð FFA á Vaðlaheiði þ. 01.03.09.

FFA efndi til skíðaferðar á Vaðlaheiði þ. 1. mars 2009. Smellið á MYNDIR til að sjá hvernig gekk.