Fréttir

Ferðakynning 2008

Ketilhúsinu á Akureyri fimmtudaginn 31. janúar kl. 20.00

Roar Kvam, formaður ferðanefndar FFA, kynnir ferðir ársins í myndum og tali.

Haraldur Örn Ólafsson, pólfari m.m. verður með stórkostlega myndasýningu og frásögn um magnaðar ferðir sínar á Mont Blanc, Kilimanjaro, Mont Everest og ekki síst, á Norðurpólinn.

Skíðaþjónustan og 66° Norður sýna útivistarvörur.

Aðgangseyrir kr 1.000 Kaffi og meðlæti innifalið.