Fréttir

Óvissuferð. Síðasta ferð sumarsins

Óvissuferð. Síðasta ferð sumarsins.

 

 Óvissuferðin að þessu sinni verður ganga upp á Hlíðarfjall og meðal annars skoðuð ný varða þeirra 24x24 manna.

Minnum á Vetrarferð 4. - 5. desember. Aðventuferð

Haustlitaferð

11. – 12. september. Haustlitaferð   
Ekið í Svartárkot. Gengið í Botna,skála FFA í Suðurárbotnum, gist þar og farið til baka næsta dag. Skoðaðir haustlitir svæðisins sem eru stórkostlegir.
Fararstjóri: Anke María Steinke.
Verð: kr. 4.200 / kr. 5.500
Innifalið: Fararstjórn, gisting.
Brottför frá FFA kl. 10.00

Lokað í Laugafelli

Frá og með 1. september er skálinn í Laugafelli lokaður.

Skrifstofan lokar

Frá og með 1. september er skrifstofa FFA lokuð.
Þær helgar sem ferðir verða farnar á vegum félagsins verður skrifstofan opin frá kl: 17:30 - 19:00 á föstudeginum.

Tölvupósti verður svarað eftir því sem kostur er.