Fréttir

Skíðaferð FFA á Vaðlaheiði þ. 01.03.09.

FFA efndi til skíðaferðar á Vaðlaheiði þ. 1. mars 2009. Smellið á MYNDIR til að sjá hvernig gekk.

Laugardagur 7. mars - Hlíðarfjall-Þelamörk - skíðaferð

Gengið frá Skíðastöðum út hlíðina. Síðan er þægilegt rennsli niður að Þelamerkurskóla. Farið þar í heita pottinn (ekki innifalið). Þetta er létt ferð við flestra hæfi.

Fararstjóri í ferðinni er Frímann Guðmundsson. Ferðin er ókeypis. Farið verður frá FFA kl. 9:00.

Skálavarðarhús fyrir Laugafell

Smíði nýs skálavarðarhúss fyrir Laugafell hófst hjá FFA þ. 21.02.09. Smellið á MYNDIR til að fræðast nánar um verkið.

Vilt þú starfa í nefnd hjá FFA?

Ferðafélag Akureyrar auglýsir eftir fólki sem hefði áhuga fyrir að starfa í nefndum félagsins næsta starfsár, 2009 - 2010. Hér er um að ræða skálanefndir og aðrar nefndir á vegum félagsins. Áhugasamir hafi samband við Hjalta Jóhannesson í síðasta lagi 5. mars 2009, í síma 462 3812 eða með tölvupósti á netfangið: hjaltij@mi.is.

Sunnudagur 1. mars - Vaðlaheiði - skiðaferð

Af Vaðlaheiðinni er fagurt útsýni yfir Akureyri og Eyjafjörðinn. Þetta er frábært svæði til skíðagöngu og útivistar almennt. Fararstjóri er Frímann Guðmundsson.

Verð er kr. 1.500,-, en kr. 1.000,- fyrir félagsmenn.

Brottför frá FFA kl. 9:00.

Laugardagur 28. feb. - Garðsárdalur - skíðaferð

Gengið verður frá bænum Garðsá og inn dalinn og sömu leið til baka. Þetta er góð skíðaferð við flestra hæfi. Fararstjóri er Valur Magnússon.

Verð er kr. 1.500, en kr. 1.000 fyrir félagsmenn.

Farið verður frá FFA kl. 10:00.

Þorrablót FFA í Botna þ. 14.02.09.

Myndir úr þorrablótsferð FFA í Botna 14.-15. feb. 2009 eru komnar á heimasíðuna. Smellið á MYNDIR hér að ofan.

Skíðaferð: Hrafnagil - Súlumýrar - 21. febrúar

Gengið með Reyká upp á Súlumýrar. Þaðan til norðurs og komið niður með Heimari Hlífá við réttina.
Fararstjóri: Frímann Guðmundsson.
Verð: kr. 1.000 / kr. 1.500
Brottför frá FFA kl. 10.00

Skíðaferð FFA í Lamba 07.02.09.

Myndir úr fyrstu skíðaferðinni á ferðaáætlun FFA fyrir 2009 eru komnar á heimasíðuna. Smellið á MYNDIR hér að ofan.

Þorraferð í Botna - skíðaferð, 14.-15. febrúar

Ekið að Svartárkoti, gengið þaðan í Botna, skála FFA í Suðurárbotnum þar sem snæddur verður þorramatur um kvöldið. Gengið til baka næsta dag.
Fararstjóri: Ingvar Teitsson.
Verð: kr. 2.400 / kr. 3.000
Innifalið: Fararstjórn, gisting.
Brottför frá FFA kl. 11.00