Fréttir

Sumarlok

Þá eru síðustu ferðir sumarsins á enda og ferðadagskráin tæmd að sinni.

Síðustu ferðir sumarsins...

... eru á dagskrá um næstu helgi. Á laugardaginn 27.ágúst á að ganga að Trippaskál og sunnudaginn 28.ágúst verður gengin Þingmannaleið yfir Vaðlaheiði.

Kerling

Gönguferð á Kerlingu er á dagskrá félagsins laugardaginn 20.ágúst.

Breyting á áætlun helgarinnar

ATHUGIÐ - breyting varð á ferðaáætlun fyrir næstu helgi. Sögugangan í Íshólsdal og Mjóadal  verður á sunnudaginn 14. ágúst en ekki á laugardaginn. Á laugardeginum verður aftur á móti gengið á Þverbrekkuhnjúk, 1200m.

Hjóla og jeppaferð

Á dagskrá félagsins næstu helgi, 5.-7. ágúst, eru 2 ferðir, hjólaferð í Hrísey  á laugardaginn og jeppaferð í Dreka og Kverkfjöll frá föstudegi til sunnudags.

Hornvík-ferðasaga

Laugardaginn 23. júlí kl.22.00 lagði 34 manna hópur í Hornvíkurferð FFA, frá Ísafirði. Smá kaldi var á leiðinni en á Hornvíkina vorum við komin kl. 00.15. Stuttu seinna var búið að slá upp tjöldum og súpa fram borin kl. 01.45. Léttskýjað var og hlýtt.