Fréttir

Gleðilegt ár

Ferðafélag Akureyrar ókar  félagsmönnum sínum og velunnurum gleðilegs árs og farsældar á nýju ári og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða.

Ferðaáætlun 2006

Nú er ferðaáætlun félagsins fyrir árið 2006 komin inn á heimasíðuna

Vetrarsport 2006

Útilífssýningin Vetrarsport 2006 verður haldinn í íþróttahöllinni á Akureyri 26. og 27. nóvember.

Eldur og ís í Ódáðahrauni

Haukur Jóhannesson jarðfræðingur og fyrrv. forseti Ferðafélags Íslands heldur myndasýningu um Ódáðahraun mánudaginn 14. nóvember nk.

Velkomin að Drekagili

Ferðafélag Akureyrar (FFA) hefur byggt upp fyrsta flokks aðstöðu fyrir ferðafólk við Drekagil hjá Öskju. Hér er skálinn Gamli-Dreki frá 1968 með 20 svefnplássum og snyrtihús frá 2001 með vatnssalernum og gaskyntum sturtum. Loks er nýr og glæsilegur skáli (Nýi-Dreki) frá 2005 með ágætri gistiaðstöðu fyrir 40 manns. Í Nýja-Dreka eru tvö 5-manna svefnherbergi á jarðhæð og tvískipt svefnloft með upphækkuðum bálkum fyrir 30 manns. Þá er mjög rúmgóð borstofa með eldhúsaðstöðu og rúmgóð forstofa. Einnig er vatnssalerni í Nýja-Dreka. Í Nýja-Dreka er raflýsing frá sólsellum. Á sumrin eru tvö tjaldstæði við Drekagil og þar er landvarsla í júlí og ágúst.

Hornvík 2005

24-28 júlí sl. fór 35 manna hópur frá FFA í ferð um Hornvík

Ferðaáætlun 2006

Nú hefur ferðanefnd félagsins hafið vinnu við nýja ferðaáætlun fyrir árið 2006.

Ferðafélagið læsir skálum í Ódáðahrauni

Ferðafélag Akureyrar (FFA) mun læsa skálum sínum við Drekagil og í Herðubreiðarlindum veturinn 2005 – 2006.  

Nýjar myndir

Komnar nýjar myndir á myndasíðuna

Sumarlok

Þá eru síðustu ferðir sumarsins á enda og ferðadagskráin tæmd að sinni.