Fréttir

Hvanndalir 16. - 17. júlí

Gengið frá Kleifum í Ólafsfirði um Fossdal í Hvanndali.  Daginn eftir er gengið til baka um Víkurbyrðu, Víkurdal og Rauðskörð til Ólafsfjarðar.

Nýi Dreki

Nýr skáli við Drekagil var vígður í gær við mikla viðhöfn. Hópur manns sem komið hefur að byggingu skálans með ýmsu móti var viðstaddur og gerði sér glaðan dag.

Héðinsfjörður á laugardag

Margir hafa skráð sig í ferð okkar á laugardaginn, en þá á að ganga í Héðinsfjörð frá Kleifum í Ólafsfirði.

Laugafell

Nú er búið að opna í Laugafelli og um að gera að skella sér í sund þangað.

Bókin

Fyrir nokkru síðan var sendur gíróseðill fyrir félagsgjöldum til allra félaga okkar. Gengið hefur vel að innheimta hann

Austurdalur í Skagafirði

Laugardaginn 2. júlí næstkomandi er á dagskrá ferð í Austurdal í Skagafirði.

Jónsmessuferð á Súlur

Á Jónsmessukvöld ætlar ferðafélagið að bjóða þeim sem vilja upp á Súlur. Við ætlum að hittast við bílastæðið sunnan við öskuhaugana og leggja í hann kl 21.00.

ATHUGIÐ - ÓKEYPIS ER Í ÞESSA FERÐ :-)

Samt sem áður væri gott ef fólk myndi láta vita á skrifstofu fyrir kl 19.00  í síma 462 2720 ef það ætlar sér að fara.

Sjáumst í sumarblíðunni á Súlum!

Ferðir helgarinnar 25-26 júní

Tvær ferðir eru á dagskrá félagsins þessa helgina. Á laugardaginn ......

Opnunarferð í Bræðrafell

Laugardaginn 18. júní fórum við Ingvar Teitsson á hans bíl í vinnuferð. Ókum í Mývatnssveit þar sem við keyptum mjólk fyrir Hauk í Lindum því kusurnar hans í Lindunum stóðu geldar í vetur.

Á leið til fjalla

Nú er verið að gera skálana klára fyrir sumarið og hópur fólks á leið í vinnuferð inn í Herðubreiðalindir um helgina.