Fréttir

Opnunartími skrifstofu

Skrifstofa félagsins verður opin á föstudögum fram að hefðbundinni sumaropnun frá kl. 17 - 19.

Þar verður hægt að fá upplýsingar um næstu ferðir, skrá sig í þær og greiða þær.

 

Næsta ferð verður farin í Lamba á Glerárdal


Þá er ferðaárið að hefjast á fullu með fyrstu skíðaferð ársins.

Ferðakynning 2009

Ferðakynning FFA 2009
verður í Ketilhúsinu á Akureyri fimmtudaginn 5. febrúar n.k. kl. 20.00.
 
Dagskrá:
  • Hilmar Antonsson, formaður FFA setur kynninguna.
  • Roar Kvam, formaður ferðanefndar kynnir ferðir ársins í tali og myndum.
  • Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur verður með erindi og myndakynningu er hann kallar „Austfjarðafjöll, meginstöðvar og rannsóknir dr. Walkers“.
  • Skíðaþjónustan og 66° Norður sýna úrval af útivistarvörum.
 Enginn sannur útivistarunnandi lætur þessa kynningu fram hjá sér fara.
Aðgangseyrir kr. 1.000, innifalið er kaffi og meðlæti.
Ferðanefnd FFA